Það er fátt skemmtilegra en að vinna með skapandi fólki og það var sko nóg af því þegar við tókum að okkur að skapa nýjan stafrænan heim fyrir teiknimyndaseríuna Fjársjóðsflakkarar (e. Treasure Trekkers).

Við höfðum ákveðna sýn um hvernig við sáum nýja vefsíðu fyrir þættina og gekk ferlið eins og í sögu frá A til Ö.

Samstarfið við teymið á bak við Fjársjóðsflakkarana var einstaklega gefandi og ekki skemmdi fyrir að litla fimm ára dóttir okkar elskar þættina sem er að finna í Sjónvarpi Símans Premium.

Fjársjóðsflakkarar eru skemmtilegir og sniðugir þættir sem halda krökkum við efnið á uppbyggilegan hátt. Aðalsöguhetjurnar eru skondnar, en þær ferðast um heim allan í ævintýraleit. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr einum þætti: