Verðlaun

2020 - The Excellence Award

Það er ansi súrrealískt að vakna einn daginn og gera sér grein fyrir að maður eigi heilt eldogs. Sem þúsundir manna heimsækja. Það er nákvæmlega það sem gerðist fyrir einn eiganda Pipp, Guðmund R. Einarsson.

Þann 19. mars árið 2021 byrjaði að kjósa við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Fagradalsfjall er í miðju Hraunslands, en það land hefur verið í eigu fjölskyldu Guðmundar í að minnsta kosti tvö hundruð ár. Eins og alþjóð veit vakti eldgosið nánast samstundis heimsathygli, sér í lagi vegna þess hve „túristavænt“ það var; í mikilli nálægð við höfuðborgarsvæðið og hægt að ganga alveg að því.

Eigendur Pipp, hjónin Guðmundur og Lilja Katrín, tóku það því upp á sína arma að búa til vefsíðu um eldgosið fyrir hönd landeigendafélagsins í Hraunslandi. Úr varð Volcano in Iceland – verkefni sem vatt einstaklega skemmtilega upp á sig.

Við höfum samband við samfélagsmiðlasnillinginn Leon Hill, sem hefur unnið fyrir stórfyrirtæki út um allan heim. Hann beit á agnið og setti saman hóp af fólki sem á það sameiginlegt að vera gríðarlega vinsælt á samfélagsmiðlum og getur búið til stórkostlega gott efni fyrir fyrirtæki sem vilja koma vörumerkjum sínum á framfæri.

Hugmyndin á bak við Volcano in Iceland er samt ekki eingöngu að reyna að afla tekna fyrir landeigendafélagið með samningum við stórfyrirtæki heldur einnig að bjóða upp á fróðleik um eldgosið og hvetja gesti og gangandi til að sýna náttúrunni þá virðingu sem hún á skilið.

Aðalmynd: Donal Boyd