Ég sérhæfi mig í vefhönnun og -þróun, forritun, leitarvélabestun og stafrænni markaðssetningu. Ég er ekki aðeins gríðarlega metnaðarfullur í starfi heldur leita sífellt leiða til að gera betur og vita meira.

Ég er einnig frumkvöðull sem hugsa ávallt út fyrir rammann því í mínum heimi er allt mögulegt. Ef það virðist ómögulegt þá bara finn ég út úr því. Verkin tala og þar sem ég hef unnið til fjölda verðlauna út um heim allan þá veit ég að GRE þýðir gæði. Ég tek öllum áskorunum fagnandi og þess vegna leitar fólk til mín.

Ég get sagt þér nákvæmlega hvað þitt fyrirtæki þarf til að blómstra á þessum stafrænu tímum; allt frá því að leiðbeina þér um hvernig fólk þú þarft að hafa í vinnu til að búa til vörumerki frá grunni.

Ég hef unnið í þessu fagi í rúmlega tvo áratugi og hef unnið á Íslandi, í Þýskalandi, Hollandi, Englandi og í Taílandi. Ég hef bæði miðlað reynslu minni og þekkingu til annarra þegar ég vinn í hópi sem og að vinna einn að stórum og yfirgripsmiklum verkefnum.

Ég hef einnig hannað og þróað klæðskerasniðnar, stafrænar lausnir sem tekið er eftir. Ef þig langar til að gera eitthvað stórkostlegt þá mæli ég með að þú hafir samband við mig sem fyrst. gre@pipp.is

Starfsreynsla

Janúar 2018 – Mars 2020 / Ísland

DV.is

Markaðs- og þróunarstjóri –

Ég sá einn um vefhönnun- og þróun á dv.is, sem og að endurhanna vörumerkið dv.is
og undirvefi. Eftir endurhönnun tvöfaldaðist heimsóknarfjöldi og viðvera notenda á
vefnum jókst um 600%

Nóvember 2014 – Janúar 2018 / Ísland

Pipp

Meðstofnandi og meðeigandi, Yfirmaður stafrænna lausna

Vefhönnun og -þróun með áherslu á leitarvélabestun og stafræna markaðssetningu.

Júlí 2015 – Desember 2015 / Ísland

Bókun

Sölu- og markaðsstjóri

Ég gekk til liðs við ferðaþjónustufyrirtækið Bókun ehf. árið 2015 og tók þátt í þróun
og vexti fyrirtækisins á erlendri grundu.

Desember 2011 – Október 2014 / Ísland, Sviss

WEDO

Stofnandi og meðeigandi / Yfirmaður stafrænna lausna

Innan nokkurra mánaða varð WEDO ein af stærstu vefstofunum á Íslandi. Við unnum
fyrir stór, íslensk fyrirtæki sem og stöndug, erlend fyrirtæki.

Janúar 2011 – Desember 2011 / Ísland, Holland

Five Degrees

Yfirmaður stafrænna lausna, Vefhönnuður

Hjá Five Degrees eru þróaðar stafrænar lausnir í bankageiranum og var ég yfirmaður
stafrænna lausna hjá fyrirtækinu.

Janúar 2010 – Febrúar 2011 / Ísland

Skapalón

Meðstofnandi og meðeigandi, Yfirmaður stafrænna lausna

Stofnaði veffyrirtækið Skapalón með öðrum og varð fyrirtækið fljótt eitt stærsta vefhús
landsins og vann til fjölmargra verðlauna á Íslensku vefverðlaununum.

Ágúst 2008 – Janúar 2010 / Ísland

LazyTown Entertainment

Yfirmaður stafrænna lausna / Ofurhetja

Ég bar ábyrgð á vefsíðum Latabæjar og þróaði áfram nýjar vefhugmyndir fyrir
aðdáendur um heim allan.

Október 2005 – 2008 / London – Bretland

GRE Freelance

Vefhönnuður

Ég var búsettur í Bretlandi á þessu tímabili og vann sem freelance vefari. Á þessu
tímabili vann ég vefsíður eins og Daily Mail og CNN.

Maí 2002 – Október 2005 / London, Leeds – Bretland

Zoomedia

Meðstofnandi og meðeigandi, Yfirmaður stafrænna lausna

Ég stofnaði fyrirtækið Zoomedia í Bretlandi sem sérhæfði sig í sniðugum og skapandi
lausnum á vef og prenti. Einnig sinntum við vörumerkjaþróun fyrir breiðan kúnnahóp.

Mars 2000 – Maí 2002 / Guildford – Bretland

Differentis

Senior Web Developer

Vann sem „senior web developer“ hjá tæknifyrirtækinu Differentis í Bretlandi.