Í sinni áhrifamiklu tjáningu með tákn óendanleikans á sloppnum sínum sameinar töframaðurinn himinn og jörð. Þessi sameiningarkraftur tengist alheimskröftum sem við skiljum sem hið guðlega kvenorka og hin guðlega karlorka, eða Gyðjan og Goðið. Töframaðurinn bendir okkur á að nú gæti verið tíminn til að taka af skarið. Þú hefur burði til að láta drauma þína rætast en þetta er nú aðeins spurning um að nota viljakraftinn og að stíga fyrstu skrefin í átt að draumum þínum. Ekki gleyma að gera lífið þitt töfrandi og að skapa fallega töfra í kringum þig. Þú ert þinn eigin skapari.