Spil æðstu prestfrúarinnar táknar þróunarvinnu innsæisins. Æðsta prestfrúin stendur við inngang heims innri visku, andaheimsins og undirmeðvitundarinnar. Þetta er heilagur vettvangur viskunnar.
Sýndu þig andamátti lífsins og stattu fyrir Gyðju eða prestfrúnni í auðmýkt og þakklæti. Opnaðu fyrir kyrrðina og dýptina innra með þér til að öðlast mátt og dýpri visku. Svarið við spurningu þinni er ekki að finna hér í þessum heimi, heldur handan hans og hið innra.