Tíunda tarotspilið kallast örlagahjólið og endurspeglar frumstæðan hringferil sem við sjáum í öllu lífi. Hrynjandi dags og nætur, árstíðaskiptunum og okkur sjálfum. Þú getur hæglega séð mynstrin í þínu eigin lífi og stærri mynstur í hringrás lífsins; fæðingunni, lífinu, dauðanum og endurfæðingunni.

Þegar Örlagahjólið birtist þér bendir það til þess að eitt stig í lífi þínu sé að enda og að nýtt sé að hefjast. Örlagahjólið er afar jákvæð teikn og tjáir þér að treysta lífinu og eðlilegu flæði málanna.

Talan 4 birtist nokkrum sinnum í þessu spili, það eru fjórar mistískar verur í hornum kortsins, öll fjögur stöðug merki dýrahringsins eru einnig til staðar og tákna tengingu við hin fjögur fagnaðarerindi nýja testamentisins. Allt táknar þetta andlegan veruleika sem ekki breytist, þó að hringurinn haldi áfram að róterast í hring eftir hring. Kennsla örlagahjólsins er að það er tilgangslaust að reyna að stjórna málunum að sinni þar sem lífið er nákvæmlega eins og það á að vera.