Turninn er undir áþján átakanlegs stormaveðurs í spili númer 16, og virðist vera að hruni kominn þegar skyndileg elding brýtur toppinn af honum. Þetta leiðir til þess að fólkið efst í turninum hrynur og fellur í lausu lofti til jarðar. Sem eitt af spilum breytinga, táknar Turninn mestu, hröðustu og drastískustu breytingarnar. Eldingar eru sagðar táknar frjósemi himnaguðanna og þó þær séu hættulegar eru þær einnig taldar táknrænar fyrir blessanir, þar sem þær skapa ósón í andrúmsloftinu og efla jarðveginn í landinu sem þær lenda á.

Þegar Turninn birtist þér í lestri táknar það breytingar og innblástur – annað hvort hið innra eða ytra. Gömul sambönd, hefðir eða hugmyndir hrynja undan sköpun og innblæstri sem koma á svipaðan máta og elding úr heiðskýru lofti. Turninn segir þér að óhætt er að sleppa sér fram af og hefja flug, því eldingartáknið skapar þér frjósemi til að byrja uppá nýtt.