Stjarnan er spil bjartrar framtíðar og heilunar. Ung og falleg meyja krýpur nakin með einn fót á landi og einn í vatni. Þetta táknar jafnvægi á milli efnis (þurrt land) og vitundarinnar (vatnsins). Nekt hennar táknar mátt hreinleikans og sakleysisins. Hún er eins náttúruleg og hún getur frekast verið – vatnið flæðir viðstöðulaust úr könnunni hennar, táknrænt aðeins um þann takmarkalausa möguleika lífsins sem ávallt er okkur til staðar ef vel er að gáð. Ef þú ert svo lánsamur að fá stjörnuna í lestri bendir hún til bjartra úrlausna og ef þú hefur þörf fyrir einhvers konar heilun, er þetta sérstaklega öflugt spil að fá. Stjarnan táknar yfirleitt ekki ytri velferð heldur fyrst og fremst frið og heilun. Stjarnan táknar einnig ást og táknar að þú munir vera mikillar ástar aðnjótandi á þessum tíma í lífi þínu. Ást, vatn, lífið, fegurð stjarnanna, einfaldleiki, frelsi og heilindi eru hennar sterkustu tákn.