Á spili Tunglsins sér maður stækkandi tunglið er á himnum ofan og milda birtu þess endurspeglað í sjónum fyrir neðan. Í forgrunni skríður krabbi uppúr vatninu og í bakgrunni standa tveir stórir steinar. Á milli strandlengjunnar og steinanna standa úlfur og hundur, ýlfrandi undir tunglinu. Grófur stígur skilur að steinanna og dýrin og liggur til sjávar. Steinarnir tveir eru táknrænir fyrir óttan sem leiðir til endurfæðingar og dýrin táknræn fyrir verndina sem spilið færir.
Spil tunglsins tánkar breytingar, hugmyndaflug og sköpunargleðina. Að finna Tunglið í lestri getur bent til erfiðs tilfinningalegs ferðalags eða þungar tilfinningar einveru og einangrunar. Eins og tunglið fer lífið okkar í gegnum ólíka fasa og yfirleittt táknar tunglið tímabil umbreytinga en eins og krabbinn sem skríður upp úr sjónum uppá yfirborðið getur það einnig táknar vakningu og eitthvað sem skríður uppá yfirborð vitundarinnar þinnar. Fylgstu vel með draumum og öðrum táknum því undirmeðvitundinn er að reyna að koma einhverju á framfæri.