Spil númer 20 færir þér endurnýjun, vakningu og óumflýjanleg örlög. Við fyrstu sýn getur þetta spil verið fráhrindandi en fólk sem stígur uppúr líkkistum er ekki það sem maður flokkar undir fjör og/eða hamingju. Erkiengill Gabriel svífur fyrir ofan og blæs á trompet, sem táknar hátíðlegar yfirlýsingar um uppskeru og ákvörðun. Þetta spil fjallar um fólk sem er að horfast í augu við ákvörðun um eitthvað afar mikilvægt í lífi sínu eða endurskoðun liðinna atburða. Það getur verið eins einfalt og uppskera vel unnins verks, endurnýju orku eða nýtt verkefni. En skilaboðin eru hlutlaus og varða ákvörðun og nýja stefnu. Spurningin er þá einfaldlega sú, hverju hefurðu verið að sá?