Við trúum því að mörgum þyki gaman að láta koma sér á óvart. Við trúum því líka að ÖLLUM þyki gaman að láta koma sér SKEMMTILEGA á óvart. Út á það gengur HAPP Í HELGI.

Við ætlum að gera okkar besta til að bjóða upp á skemmtun og upplifun fyrir sem flesta ef ekki alla. Við leggjum áherslu á íslenskt á íslensku. Við vonum líka að HAPP Í HELGI auki enn frekar líkurnar á því að fjölskyldur, kunningjar, vinir og vandamenn njóti samverustundar meðan allir njóta þess sem má finna í drellunum okkar.

Í drellunum okkar er vissulega eitthvað sætt,  brakandi og skemmtun en margt kemur mjög á óvart. Kannski bíður eftir þér uppáhalds nammið þitt eða kannski ekki og þá er gaman að prófa eitthvað nýtt – kjamsa út fyrir kassann. Og kannski bíður þín bíómiði, pizza eða eitthvað allt annað!

HVAÐ ER DRELLIR?
Vissir þú að öll orð í íslensku sem byrja á bókstafnum P eru í raun tökuorð. Drellir er hið upprunalega íslenska orð fyrir poka, þó orðið hafi haft ýmsa aðra merkingu hér áður fyrr. Drellir er sem sagt poki.

Hvernig beygjum við orðið?
Nf. drellir
Þf. drelli
Þgf. drelli
Ef. drellis

Við vonum svo sannarlega að HAPP Í HELGI gef lífinu lit og auki á gleði og gaman.

TAKTU ÞÁTT

Sendu okkur línu ef þú vilt vita meira um Happ í helgi eða gerast samstarfsaðili okkar. Við elskum skilaboð!