Við gætum ekki verið stoltari af starfsmanninum okkar, Lilju Katrínu, og manninum hennar, GRE, en þau héldu Bökunarmaraþon Blaka á heimili sínu í Kópavogi helgina 17. – 18. september.

14384207_10210988982859843_2144168464_n

Í maraþoninu bakaði Lilja í 24 tíma samfleytt sem reyndi á þó Lilja sé vön að baka lifandis býsn fyrir bökunarbloggið sitt Blaka. GRE og Lilja buðu öllum sem vildu í heimsókn þennan sólahring og gátu gestir og gangandi fengið sér kökur og kaffi og um leið styrkt Kraft – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.

Bökunarmaraþonið vakti vægast sagt mikla athygli en á lokametrunum mætti sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á svæðið og þakkaði Lilju og GRE fyrir þetta frábæra framtak. Er Lilja nú kölluð Konan sem grætti forsetann í daglegu tali enda leitaði mynd af Lilju og forsetanum með tárin í augunum á forsíðu Fréttablaðsins. Fréttamynd ársins? Tja, maður spyr sig.

screen-shot-2016-09-28-at-12-22-47-pm

Á heimili hjónanna í Kópavogi söfnuðust um 320 þúsund í beinhörðum peningum en fjölmargir lögðu inn á styrktarreikning Krafts til að leggja málefninu lið. Í heildina hafa safnast rúmlega 500 hundruð þúsund krónur í tengslum við bökunarmaraþonið og eru Lilja og GRE algjörlega í skýjunum með árangurinn.

Enn er hægt að leggja málefninu lið með því að heimsækja heimasíðu Krafts eða leggja inn á styrktarreikning félagsins:


327-26-112233, kennitala Krafts er 571199-3009.

Fjölmargir eru búnir að spyrja Lilju og GRE hvað þau ætli að taka sér næst fyrir hendur en það er allt óráðið. Gaman er að segja frá því að þrjár íslenskar konur sem búsettar eru erlendis eru búnar að setja sig í samband við Lilju því þær vilja halda bökunarmaraþon að hennar fyrirmynd á erlendri grundu. Þannig að fylgist vel með – bökunarmaraþon Blaka gæti sigrað heiminn!

blogg