Look Iceland er í eigu Ferðaskrifstofu Akureyrar og var ljóst frá upphafi að forsvarsmenn fyrirtækisins vissu uppá hár hvað þeir vildu þegar kom að vefsíðu fyrir nýtt vörumerki innan fyrirtækisins.

Það var því afskaplega gott og gaman að vinna að vefsíðu fyrir Look Iceland og alltaf ánægjulegt að vinna náið með fólki með mikinn metnað og ástríðu fyrir því að veita ferðamönnum á Íslandi fagmannlega og góða þjónustu.

Vefsíða Look Iceland er stílhrein og einföld. Vefurinn er settur upp í WordPress með tengingu við Bókun þannig að það er leikur einn fyrir starfsmenn fyrirtækisins að setja inn og selja ferðir á síðunni. Það ferli tekur í raun bara nokkrar mínútur, þökk sé brúnni á milli WordPress og Bókunar sem við í Vefgerðinni höfum smíðað.

Vonandi fáum við að vinna meira með Ferðaskrifstofu Akureyrar að öðrum verkefnum í þessum geira þar sem þetta er bransi sem býður upp á endalausa möguleika og tækifæri.