Mennta- og starfþróunarsetur lögreglu varð til hjá embætti ríkislögreglustjóra þann 1. júní 2016 í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögreglulögum sem snúa að menntun lögreglu.

Það var mikill heiður fyrir okkur þegar við vorum beðin um að búa til vefsíðu fyrir setrið, eftir vel heppnað samstarf við Ríkislögreglustjóra við gerð vefsíðu fyrir lögregluna í landinu.