Framleiðslufyrirtækið RVK Studios vantaði nýja og endurbætta heimasíðu þar sem myndi vera meira áberandi að fyrirtækið annast ekki aðeins framleiðslu á heimsklassa kvikmyndum og sjónvarpsþáttum heldur þjónustar einnig erlenda aðila sem vilja taka upp efni á Íslandi.

Þá þurfti einnig að gera því efni sem RVK Studios framleiðir betri skil á vefnum með stiklum og myndum.