Á námskeiðinu fer Guðmundur, eða GRE eins og hann er oft kallaður, yfir öll undirstöðuatriði vefumsjónarkerfisins WordPress sem er ókeypis kerfi og vinsælasta kerfi sinnar tegundar í vefheimum í dag. Markmið námskeiðsins er að nemendur geti sett upp einfalda síðu í WordPress, uppfært hana og haldið utan um hana. Tilvalið fyrir einyrkja sem vilja koma sér á framfæri á netinu, fyrir alla sem vinna í WordPress-umhverfinu og þá sem hafa áhuga á vefsíðugerð með hjálp WordPress.
Kennt er frá 18.00-22.00 og þurfa nemendur aðeins að koma með sjálfa sig þar sem boðið er upp á kvöldmat á staðnum. Aðeins 8-12 komast að á námskeiðinu en hægt er að skrá sig hér.
Nú er tækifærið að læra rækilega á WordPress af manni sem hefur verið í bransanum í tvo áratugi og gert vefsíður á borð við Daily Mail og CNN. Ef einhver veit nánast allt um WordPress er það hann.
Hik er sama og tap. Eyddu æðislegri kvöldstund með okkur í skapandi umhverfi.