Pipp

Bloggið

Við elskum að skrifa

Hvað er stafræn markaðssetning?

Finndu þinn vettvang í frumskógi miðlanna. Það er gaman - við lofum!

Stafrænn leiðtogi, stafræn þróun, stafrænn verkefnastjóri, stafrænn vöruhönnuður. Þessir starfstitlar sjást oftar og oftar í samfélagi sem er í sífelldri þróun. Stafrænni þróun. Í skugga heimsfaraldurs COVID-19 urðu stjórnendur fyrirtækja minntir rækilega á hve mikilvæg stafræn þróun og stafræn markaðssetning er. Ef vörumerki er ekki sýnilegt í hinum stafræna heimi þá á það síminnkandi möguleika Lesa meira

9 ástæður fyrir því að þú ættir að búa til heimasíðu í WordPress

35 prósent allra vefsíðna í heiminum í dag eru í Wordpress, eða um 455,000,000 talsins.

35 prósent allra vefsíðna í heiminum í dag eru í WordPress, eða um 455,000,000 talsins. Vefumsjónarkerfið WordPress fagnar sextán ára afmæli í ár. Í fyrstu var WordPress hugsað sem tól fyrir bloggara, en í dag nota mörg risastór nöfn kerfið fyrir sínar heimasíður, svo sem DV, People Magazine, Mercedes-Benz, Variety, MTV News, Beyoncé og Katy Lesa meira

Nýr, óháður vefmiðill

Fréttanetið er vefur í vinnslu sem opnaður var í núverandi mynd þann 3. maí 2020.

Fréttanetið er vefur í vinnslu sem opnaður var í núverandi mynd þann 3. maí 2020. Það er tiltölulega stutt síðan hugmyndin að Fréttanetinu kviknaði og gekk þróun vefsins afar hratt fyrir sig þar til hann opnaði í byrjun maí. Hugmyndin með Fréttanetinu er að safna saman fróðleik, fréttum, pistlum, hlaðvörpum og myndböndum úr öllum áttum Lesa meira

Veist þú hvað brotin kosta?

Við hjá Vefgerðinni höfum verið svo heppin að vinna mikið fyrir lögregluna allt frá árinu 2014.

Við hjá Vefgerðinni höfum verið svo heppin að vinna mikið fyrir lögregluna allt frá árinu 2014. Nýjasta afurðin úr því samstarfi er Sektarreiknir, sem lögreglan bað sérstaklega um. Lausnin vakti reyndar svo mikla lukku að Samgöngustofa keypti hana líka! Við erum greinilega að gera eitthvað rétt! Ef maður skoðar Sektarreikninn getur maður auðveldlega séð hvaða Lesa meira

Skál!

Það má með sanni segja að það hafi verið mikið stuð á skrifstofu Vefgerðarinnar upp á síðkastið, en við höfum verið svo heppin að vinna vefsíðu fyrir glænýja vodkategund, Helix 7 Vodka.

Það má með sanni segja að það hafi verið mikið stuð á skrifstofu Vefgerðarinnar upp á síðkastið, en við höfum verið svo heppin að vinna vefsíðu fyrir glænýja vodkategund, Helix 7 Vodka. https://www.vefgerdin.is/verkefnin/helix-vodka/ Þar til við kynntumst Helix 7 vodka vorum við ekki mikið fyrir sterkt áfengi en nú höfum við unun að því að Lesa meira

Blaka er 4 ára!

Eitt af litlu börnunum í Vefgerðinni er bakstursbloggið Blaka, en annar stofnandi Vefgerðarinnar, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, er mikill ástríðubakari. Þegar að Lilja viðraði þá hugmynd að opna bakstursblogg við eiginmann sinn, vefsnillinginn Guðmund R. Einarsson, beið hann ekki boðanna og hannaði fallegasta kökublogg í heimi fyrir sína heittelskuðu. Blaka opnaði þann 2. júní árið 2015, Lesa meira

Eurovision spá Vefgerðarinnar 2018

Lögin sem keppa í undankeppni Söngvakeppninnar árið 2018 voru kynnt síðasta föstudagskvöld og auðvitað er hún Lilja okkar búin að hlaða í eitt stykki Eurovision spá. Lilja var reyndar ekki sannspá í Eurovision spánni í fyrra en náði þó samt að spá því að hann Daði Freyr yrði dökkur hestur í keppninni og ætti eftir Lesa meira

Nýtt útlit – sama, gómsæta vefsíðan

Við hjá Vefgerðinni höfum rekið bloggsíðuna Blaka síðustu tæpu þrjú árin, en vefsíðan fagnar þriggja ára afmælinu síðun þann 2. júní næstkomandi. Blaka er gríðarlega vinsæl og heimsækja hana mörg hundruð manns í hverri viku, þannig að okkur fannst tími til kominn að taka hana í smá yfirhalningu. Vefsíðan þjónaði vissulega sínum tilgangi en okkur Lesa meira

Við hönnum líka piparkökuhús

Við hjá Vefgerðinni erum beðin um að taka að okkur alls kyns verkefni, sem við gerum yfirleitt með bros á vör. Hún Lilja okkar hjá Blaka fékk sérstaklega hressandi verkefni rétt fyrir jól frá fyrirtæki í Reykjavík – að hanna og búa til piparkökuhús fyrir heimsmeistarakeppnina í piparkökuhúsagerð sem haldin var í Hörpu þann 28. desember. Lilja Lesa meira

Draumurinn rættist í verkefni með Ricky Gervais

Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá Pipp. Eitt stærsta verkefni sem við tókum að okkur var heimildarþáttagerð fyrir efnisveituna Netflix og breska grínistann Ricky Gervais. Það var ég sem skrifa þetta blogg, Lilja Katrín, sem fékk það frábæra tækifæri að vinna fyrir Ricky Gervais að sérstökum heimildarþætti um nýjasta grínferðalag hans, Humanity Tour. Ég get Lesa meira

Við erum í topp 10 í Gullegginu

Við erum að springa úr stolti yfir því að við erum komin í 10 teyma úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu með hugmyndina okkar Freebee. Aldrei í okkar villtustu draumum hefðum við þorað að vona að við kæmumst svona langt með hugbúnað sem við erum að þróa. Til að lýsa Freebee í sem stystu máli, án þess Lesa meira

Vefsíða Laxnes hestaleigu tekin í gegn

Í gærkvöldi opnuðum við glænýja heimasíðu fyrir vini okkar hjá Laxnes hestaleigu. Af hverju finnum við þörf fyrir að skrifa heilt blogg um það? Jú, af því að við erum svo sjúklega ánægð með útkomuna! Það er náttúrulega leikur einn að vinna með fólkinu í Laxnesi. Þar er sko ekki hugsað í vandamálum. Þar er Lesa meira

Ítalía bara verður að vinna Eurovision

Fyrst að hún Lilja okkar hafði alveg svakalega rangt fyrir sér þegar hún spáði fyrir um sigurvegarann í undankeppni Eurovision hér heima, heimtaði hún að fá að spá aftur í spilin, þó að Svala sé dottin úr leik. Við hjá Vefgerðinni erum óskaplega sorgmædd yfir því að Paper fái ekki að heyrast enn einu sinni Lesa meira

Góðkunningjar lögreglunnar – það erum við

Já, þið lásuð sko hárrétt! Við erum hinir einu, sönnu góðkunningjar lögreglunnar. En það er alls ekki vegna óspekta á almannafæri eða umferðarlagabrota. Ó, nei. Við erum orðin það sem er kallað hirðvefarar lögreglunnar. Eða, við köllum okkur allavega hirðvefara því okkur finnst það frekar nett orð. Við erum nefnilega búin að gera vefsíðu fyrir Lesa meira

Nei, hættu nú alveg – tilnefningarnar hrynja inn

Það er eitthvað heillaský yfir Vefgerðinni þessa dagana, og reyndar síðustu mánuði. Alheimurinn hreinlega elskar okkur! Í gær fengum við tilkynningu um það að vefsíða sem við bjuggum til, og erum svo stolt af, Must See in Iceland, er tilnefnd til hinna virtu Awwwards-verðlauna. Awwwards-verðlaunin heiðra framúrskarandi verk í vefbransanum á degi hverjum en hópur sérfræðinga Lesa meira

Eurovision-spá Vefgerðarinnar

Eurovision er á næsta leiti og búið er að afhjúpa hvaða tólf lög keppa í undankeppni RÚV með þá von að vinna flugmiða til Úkraínu og taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. Starfsmaðurinn okkar, hún Lilja Katrín, er mikill Eurovision-aðdáandi og lét gamlan draum rætast í fyrra þegar hún fór á keppnina í Stokkhólmi Lesa meira

Við erum tilnefnd til CSS-verðlauna

Tónlistarhátíðin Secret Solstice tilkynnti á dögunum hver stærstu nöfnin væru sem koma fram á hátíðinni næsta sumar. Foo Fighters, Prodigy, Richard Ashcroft og fleiri góðir listamenn. Þvílík veisla! En það var ekki það eina sem var afhjúpað þann daginn. Secret Solstice afhjúpaði líka glænýja vefsíðu sem forsvarsmenn hátíðarinnar unnu í samvinnu við okkur. Við erum Lesa meira

Koma svo! Hjálpum henni að láta drauminn rætast

Bökunarséníið og textasmiður Vefgerðarinnar, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, er ansi hreint bjartsýn svona rétt fyrir jól og er á fullu að safna inn á Karolina Fund fyrir bökunarbiblíu. Já, þið lásuð rétt – bökunarbiblíu! Lilja virðist haldin einhverri sjúklegri söfnunaráráttu því við höfum sagt frá því hér á blogginu að hún og maðurinn hennar, Guðmundur R. Lesa meira

Þriðju verðlaunin í hús í Asíu

Eins gott að það kemur bráðum helgi því við þurfum að fagna, dömur mínar og herrar! Við getum stolt sagt frá því að við vorum að vinna þriðju, alþjóðlegu verðlaunin fyrir vefsíðuna Mekong Tourism – ferðaþjónustusíðu fyrir lönd sem eiga landamæri að Mekong-ánni í Suðaustur-Asíu. Vefsíðan hlaut ITB Asia verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website en Lesa meira

Hún grætti forsetann og safnaði hálfri milljón

Við gætum ekki verið stoltari af starfsmanninum okkar, Lilju Katrínu, og manninum hennar, GRE, en þau héldu Bökunarmaraþon Blaka á heimili sínu í Kópavogi helgina 17. – 18. september. Í maraþoninu bakaði Lilja í 24 tíma samfleytt sem reyndi á þó Lilja sé vön að baka lifandis býsn fyrir bökunarbloggið sitt Blaka. GRE og Lilja Lesa meira

Við vinnum verðlaun… í Asíu

Það var heldur betur krefjandi verkefni sem kom upp í hendurnar á tveimur starfsmönnum Vefgerðarinnar fyrir einu og hálfu ári – að endurhanna ferðaþjónustuvefsíðu fyrir þau lönd sem eiga landamæri að Mekong-ánni; Kambódíu, Kína, Laos, Myanmar, Taíland og Víetnam. Útkoman er vefsíðan Mekong Tourism. Nú tveimur árum síðar, mörgum mánuðum eftir að verkefnið kláraðist, getum Lesa meira

Náðu tökum á WordPress á einu kvöldi

Guðmundur R. Einarsson, stjörnuvefarinn okkar hér í Vefgerðinni, heldur ansi hressandi námskeið þann 6. október næstkomandi í húsakynnum Ljósmyndaskólans, Hólmaslóð 6 í Reykjavík. Á námskeiðinu fer Guðmundur, eða GRE eins og hann er oft kallaður, yfir öll undirstöðuatriði vefumsjónarkerfisins WordPress sem er ókeypis kerfi og vinsælasta kerfi sinnar tegundar í vefheimum í dag. Markmið námskeiðsins er að Lesa meira

Bakar í 24 tíma í kökuboði aldarinnar

Hún Lilja Katrín Gunnarsdóttir, textasmiðurinn okkar hér hjá Vefgerðinni og yfirbakari hjá Blaka, ætlar að halda svolítið öðruvísi maraþon helgina 17. – 18. september. Hún ætlar nefnilega að baka í 24 klukkustundir samfleytt á heimili sínu í Melgerði 21 í Kópavogi. Við erum að sjálfsögðu með veðmál um hvenær á þessum 24 klukkustundum hún sofnar Lesa meira

Við elskum þessa tengingu!

Við fáum ansi mikið af fyrirspurnum frá ferðaþjónustufyrirtækjum um heimasíðugerð, sérstaklega eftir að vefur Saga Travel fór í loftið en sá vefur hefur orðið til þess að auka sölu á ferðum til muna. Þess vegna ákváðum við að búa til pakka fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja selja ferðir um Ísland á einfaldan og skilvirkan máta og Lesa meira

Verðlaunahillan

Við elskum að vera sigurvegarar

Fyrir
Must See in Iceland

  • Design Nominees’ Site of the Day
  • Special Kudos from CSS Design Awards
  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Secret Solstice

  • Design Nominees’ Site of the Day
  • Special Kudos from CSS Design Awards
  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Mekong Tourism

  • TB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website
  • HSMAI Adrian-verðlaunin fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun
  • Besta vefsíðan á PATA Gold-verðlaunahátíðinni

Fyrir
Telenor Sat

  • Two Transform Awards, gold and bronze

Fyrir
Daily Mail

  • 2012 Press Awards for Best website
  • Consumer Website 2011 – AOP Digital Publishing Awards

Einnig yfir 20 verðlaun og tilnefningar til annarra minni vefverðlauna um heim allan

© 2024, Nían framkvæmdahús ehf. kt. 571115-1070
Pipp á samfélagsmiðlum: Facebook, Instagram, LinkedIn